Valur – Fjölnir í FINAL4 í bikarnum á föstudaginn!

Það dregur til tíðinda í handboltanum um næstu helgi þegar FINAL4 fer fram í bikarkeppni HSÍ. Þar mætast í keppni karla lið, Fjölnis úr 1. deildinni og  úrvalsdeildarlið Vals í öðru undanúrslitaeinvíginu.

Skemmtilegt staðreynd tengd afreksíþróttasviðinu. Þrír leikmenn úr liði Vals og 10 leikmenn úr liði Fjölnis hafa lokið einum eða fleiri áföngum á afreksíþróttasviðinu hjá okkur. Sumir hafa klárað alla áfangana sex! Það verður því sérstaklega áhugavert fyrir okkur að fylgjast með þessum leik sem hefst kl. 18:00 á föstadag og ljóst að Borgarholtsskólanemendur hafa marga samnemendur að styðja!


Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Vals í vetur. http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=453&mot=3080

Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Fjölnis í vetur http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=101&mot=3083

Við hlökkum mikið til þessa leiks! Gangi ykkur vel drengir.

Með bestu kveðju,

Sveinn og kennarar

Kynningaræfing á afrekinu fyrir 9. og 10. bekk

Nemendum í 9. og 10. bekk er boðið á sérstaka kynningaræfingu á afrekinu. Æfingin verður í formi hraðaþjálfunar og viðbragðs í bland við sálfræðilega ráðgjöf. Til að taka þátt í æfingunni þarf að mæta stundvíslega í íþróttafatnaði og innanhússskóm.

Þarna gefst nemendum einnig tækifæri á að kynnast sviðinu og spyrja verkefnisstjóra og kennara um fyrirkomulagið.

Æfingin fer fram í Fjölnishöll, fjölnotaíþróttasal Egilshallar. Gengið er inn um aðalinngang, framhjá fimleikum og inn eftir ganginum að stóra salnum.

Hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn!

Með umsjón æfingarinnar fara Sveinn Þorgeirsson og Hreiðar Haraldsson

Mafían tók okkur fyrir…

Í metnaðarfullu nemendablaði sem kom út nýverið var fjallað um sviðið okkar og nemendur. Það var sérstaklega skemmtilegt og vel gert 🙂 Tryggið ykkur eintak af Mafíunni!

Blaðið kom út nú nýverið
Við fengum heila opnu 🙂
Andrea fékk verðskuldaða umfjöllun

Góðar umræður um afreksíþróttastarf í framhaldskólum

Eftir dagskrá morgunsins á miðvikudeginum “Svefn, æfing og næring” tóku kennarar og nokkrir nemendur sviðsins þátt í umræðum um hvernig staðið er að afreksíþróttasviðum – hvað sé hægt að læra af starfinu í Danmörku og hvað við getum bætt hér heima.

Þetta var algjörlega frábært að fá góða gesti víðsvegar að. Margar áhugaverðar hugmyndir komu fram og munu þessar umræður eflaust hafa a.m.k. örlítil áhrif á það hvernig við störfum í framtíðinni.

Sérstakar þakkir fá Þórarinn Alvar Þórarinsson fyrir aðstoð við uppsetningu þessum viðburði og Danirnir Christian og Laurits fyrir kynninguna á starfinu í Skanderborg (SHEA).

Takk fyrir okkur!

Við í Borgarholtsskóla viljum nota tækifærið hér og þakka kærlega fyrir okkur. Þakka fyrirlesurum okkar, Siggu Láru frá HÍ (Svefn),

Inga Þór frá HR (Æfing) og 

Birnu frá Hæfi (Næring) fyrir frábær innlegg.

Sjálfur talaði verkefnisstjórinn  ykkar um mikilvægi þess að muna að árangur næst aldrei án aðstoðar baklandsins (fjölskyldu, vina og sérfræðinga), og mikilvægi þess að hlúa að jafnvægi í lífunu hvað varðar líkamlega, andlega og félagslega þætti. Leiðin að árangri er hvorki beinn né breiður vegur – heldur seinfær ómerktur slóði 🙂

Góða helgi!

FYRIRLESTRAR fyrir nemendur og foreldra!

Sæl öll,

Í tilefni af Skóhlífadaga, þemadaga Borgarholtsskóla verður efnt til fyrirlestra sem nemendur afreksíþróttasviðsins mæta á og forráðamönnum þeirra er einnig boðið að mæta. Fyrirlesararnir eru frábærir og efnistökin áhugaverð!

Hlökkum til að sjá ykkur miðvikudaginn 13. febrúar í SAMBÍÓunum Egilshöll, sal 2. Aðgangur fyrir forráðamenn er ókeypis.

með kveðju