FYRIRLESTRAR fyrir nemendur og foreldra!

Sæl öll,

Í tilefni af Skóhlífadaga, þemadaga Borgarholtsskóla verður efnt til fyrirlestra sem nemendur afreksíþróttasviðsins mæta á og forráðamönnum þeirra er einnig boðið að mæta. Fyrirlesararnir eru frábærir og efnistökin áhugaverð!

Hlökkum til að sjá ykkur miðvikudaginn 13. febrúar í SAMBÍÓunum Egilshöll, sal 2. Aðgangur fyrir forráðamenn er ókeypis.

með kveðju

 

 

Magnús Íslandsmeistari og Ellert 1. flokks meistari

Við erum ákaflega ánægð með árangurinn sem náðist hjá Magnúsi og Ellert um helgina. Magnús nældi sér í Íslandsmeistaratitil og Ellert vann 1. flokkinn. Þá kepptu einnig Gestur og Þórunn sem ætla sér stærri hluti á næstu mótum.

Magnús til vinstri og Ellert til hægri.