Elín er á forsíðunni

Í haust kom markaðsfyrirtækið SAHARA í heimsókn og tók upp efni til að nýta í kynningar á afreksíþróttasviðinu. Þau Elín og Viktor Andri gerðu það með glæsibrag og nú er það efni komið í dreifingu. Flott reynsla fyrir þau og útkoman góð 🙂

Innilega til hamingju og gleðileg jól!

Jólaútskriftin okkar fór fram á föstudaginn og var hún haldin hátíðleg í Borgarholtsskóla. 9 nemendur útskrifuðust frá afreksíþróttasviðinu ásamt fleirum sem höfuðu tekið einn eða fleiri áfanga með okkur. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með áfangann!

Nemendur fengu púlsúr IGNITE frá POLAR sem viðurkenningu á þessum áfanga eins og hefð hefur verið fyrir.

Hér er svo hópurinn glæsilegi að athöfn lokinni ásamt verkefnisstjóra og skólameistara.

Frá vinstri, Sveinn verkefnisstjóri, Arnór, Viktor, Hrannar, Grímur, Nikulás, Kristín, Sigurður, Þórunn og Lovísa ásamt Ársæli skólameistara.

Afrakstur gildisvinnu

Hér að ofan má sjá afrakstur gildisvinnunar frá því í fyrstu lotu. Þarna eru fullyrðingar nemenda sem lýsa því best hvernig þau sjá viðkomandi gildi. Gildin voru skrifuð af nemendum, flokkuð af kennurum og svo að lokum kusu nemendur þær fullyrðingar sem þóttu eiga best við hvert gildi.