Daníel í sveiflu í Boston

Daníel Sverrir nemandi í dansi á afreksíþróttasviði stóð sig frábærlega ásamt dansdömu sinni Sóley er þau kepptu dagana 15.-18. febrúar í Boson. Þar tóku þau þátt í danskeppni Eastern United States Dancesport Championships þar sem þau voru í fyrsta sæti í standard dönsum í hópi ungmenna undir 21 árs og þá höfnuðu þau í öðru sæti í hópi Amateur Rising star.

Hér má sjá Daníel ásamt Sóleyju. Þau eru dansparið sem er til vinstri við miðju.

með hamingjuóskum

Verkefnisstjóri og þjálfarar

Steindór í Katar

Steindór, nemandi á einstaklingsíþróttasviði ferðaðist dagana 12.-18. febrúar til Katar þar sem hann var staddur með U20 landsliðinu í keilu. Þetta var geggjuð ferð í alla staði og lærði ég ýmislegt nýtt, ekki bara keilulega séð heldur líka bara andrúmsloftið í borginni Doha. Þetta var þvílik upplifun og forréttindi að fá að fara þangað á vegum landsliðs. Árangurinn var ágætur (meðalskor um 170) en því miður komst hann ekki  í masterinn eins og hann stefndi á fyrir mótið.

Snyrtilegt í Katar

Steindór hér til vinstri ásamt félaga sínum í landsliðinu í keilu.

Steindór og borgin í bakgrunni

Það vantar ekki turnana í Katar

Steindór leggur alla áherslu á næsta verkefni sem er mun stærra. Evrópumót unglinga 2018 sem haldið verður í Álaborg dagana 22. mars til 2. apríl. Eins og Steindór segir sjálfur “Þannig núna verður tekið á því. Geggjað að hafa afrekið þarna á milli til að fá aukin styrk og halda góðu mataræði því það skiptir miklu máli. ” Það verður gaman að fylgjast með Steindóri á næstunni og hvort hann nái ekki markmiðum sínum í vor – áfram Steindór!

Golfararnir okkar í Portúgal!

Nemendur í golfi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla fóru á dögunum í æfingaferð til Morgado í Portúgal. Ferðin var farin með VITAgolf og í samfloti með Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Drengirnir 3 stóðu sig afar vel og voru bæði sér og skólanum til mikils sóma. 8 – 10 klst á hverjum degi var varið í æfingar og spil á glæsilegum golfvöllum en á Morgado svæðinu eru tveir 18 holu golfvellir og frábær æfingaaðstaða. Ferðin var farin dagana 4-11. apríl og munar gríðarlega mikið að fá 7 góða daga við bestu aðstæður.

Drengirnir eiga hrós skilið fyrir flotta frammistöðu og koma þeir klárir inn í golfsumarið 2016.

Mynd frá ferðinni nú í apríl.
Mynd frá ferðinni nú í apríl. Birgi til vinstri, Jón fyrir miðju og Aron til hægri.