Hvernig sæki ég um á afreksíþróttasvið og nám í Borgarholtsskóla?

Í vor fá nemendur í 10. bekk sérstakt tækifæri til að gera upp hug sinn varðandi framtíðina. Nemendur sem hyggjast sækja um á afreksíþróttasviðinu okkar í Borgarholtsskóla er bent á að gera eftirfarandi svo allt gangi smurt og vel fyrir sig.

Bóknám + afreksíþróttasvið = Þið sækið um á menntagatt.is viðeigandi bóknámsbraut í Borgarholtsskóla sem tengd er við afreksíþróttasviðið fyrir tilgreindan frest OG skilið inn umsókn og meðmælabréfi á skrifstofu skólans eða með tölvupósti á sveinn@bhs.is fyrir 5. júní.

Listnám/iðnnám + afreksíþróttasvið = Þið sækið um viðeigandi nám innan Borgarholtsskóla á menntagatt.is fyrir tilgreindan frest OG skilið inn umsókn og meðmælabréfi á skrifstofu skólans eða með tölvupósti á sveinn@bhs.is fyrir 5. júní.

Hér er rafræna umsóknareyðublaðið. AFR_umsokn_vor_2019-20

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið á afreksíþróttasviðinu veitir undirritaður.

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri

Ný facebook síða – við færum okkur og bætum okkur :)

Það eru breytingar í farvatninu.

Í vor munum við skipta alfarið um facebook-síðu fyrir upplýsingar tengdar afrekinu. Við förum á stóra og flotta síðu Borgarholtsskóla og munum áfram deila efni okkar á þeim vettvangi.

Það þýðir að þessi síða verður lögð af og hvetjum við ykkur til að beina sjónum ykkar að þessari flottu síðu skólans á næstu misserum fyrir frekari fregnir af afrekinu og örðu starfi skólans.

SÞ, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs

 

Takk fyrir komuna VOSS GYMNAS!

Við fengum frábæra heimsókn í vikunni – nemenndur frá Voss gymnas æfðu og lærðu hjá okkur í vikunni. Þetta voru algjörir fyrirmyndar nemendur og frábært að hafa þau. Gangi þeim vel í komandi verkefnum og við hlökkum til að fá annan hóp frá norsku vinum okkar á næsta ári. #Afreks Borgarholtsskóli

Heimsókn þeirra var hluti af Nordplus samstarfi skólananna. Í fyrra fór 12 nemenda hópur frá okkur í handbolta og fótbolta til Voss. Samningurinn er til 2ja ára og því fer annar hópur frá okkur næsta haust og við fáum annan hóp frá þeim næsta skóla ár. Hlökkum til þess!

Þá vill ég nota tækifæri til að þakka Þórarni á ÍSÍ fyrir að taka á móti þeim, okkar nemendum fyrir aðstoðina við að búa til gott prógramm í kringum heimsókn þeirra hingað og þjálfara í Fjölni fyrir að taka vel á móti nemendumm VOSS og bjóða á æfingar í handbolta og fótbolta.

Opnað fyrir umsóknir um landsliðsstyrk vorsins 2019

Kæru nemendur,

Hér má nálgast hlekkinn til að sækja um landsliðsstyrkinn hjá okkur fyrir tímabilið frá síðustu afhendingu í desember 2018. Nánar um reglur styrksins má sjá hér: http://vefir.multimedia.is/afreksitrottasvid/?page_id=1081 

Hér er svo sjálft umsóknareyðublaðið og fresturinn er til 6. maí nk. og afhendingin fer fram þann 8. kl. 12:30 í Borgarholtsskóla.

https://goo.gl/forms/B0MEFVJvVFswETMg2

Þessi mynd er frá afhendingunni núna í desember sl.

Með bestu kveðju

SÞ og kennarar

Valur – Fjölnir í FINAL4 í bikarnum á föstudaginn!

Það dregur til tíðinda í handboltanum um næstu helgi þegar FINAL4 fer fram í bikarkeppni HSÍ. Þar mætast í keppni karla lið, Fjölnis úr 1. deildinni og  úrvalsdeildarlið Vals í öðru undanúrslitaeinvíginu.

Skemmtilegt staðreynd tengd afreksíþróttasviðinu. Þrír leikmenn úr liði Vals og 10 leikmenn úr liði Fjölnis hafa lokið einum eða fleiri áföngum á afreksíþróttasviðinu hjá okkur. Sumir hafa klárað alla áfangana sex! Það verður því sérstaklega áhugavert fyrir okkur að fylgjast með þessum leik sem hefst kl. 18:00 á föstadag og ljóst að Borgarholtsskólanemendur hafa marga samnemendur að styðja!


Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Vals í vetur. http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=453&mot=3080

Hér má sjá leikmenn sem hafa verið á skýrslu í liði Fjölnis í vetur http://hsi.is/motamal/motayfirlit/lid/?lid=101&mot=3083

Við hlökkum mikið til þessa leiks! Gangi ykkur vel drengir.

Með bestu kveðju,

Sveinn og kennarar

Kynningaræfing á afrekinu fyrir 9. og 10. bekk

Nemendum í 9. og 10. bekk er boðið á sérstaka kynningaræfingu á afrekinu. Æfingin verður í formi hraðaþjálfunar og viðbragðs í bland við sálfræðilega ráðgjöf. Til að taka þátt í æfingunni þarf að mæta stundvíslega í íþróttafatnaði og innanhússskóm.

Þarna gefst nemendum einnig tækifæri á að kynnast sviðinu og spyrja verkefnisstjóra og kennara um fyrirkomulagið.

Æfingin fer fram í Fjölnishöll, fjölnotaíþróttasal Egilshallar. Gengið er inn um aðalinngang, framhjá fimleikum og inn eftir ganginum að stóra salnum.

Hlökkum til að sjá ykkur á mánudaginn!

Með umsjón æfingarinnar fara Sveinn Þorgeirsson og Hreiðar Haraldsson

Mafían tók okkur fyrir…

Í metnaðarfullu nemendablaði sem kom út nýverið var fjallað um sviðið okkar og nemendur. Það var sérstaklega skemmtilegt og vel gert 🙂 Tryggið ykkur eintak af Mafíunni!

Blaðið kom út nú nýverið

Við fengum heila opnu 🙂

Andrea fékk verðskuldaða umfjöllun