Hvernig sæki ég um á afreksíþróttasvið og nám í Borgarholtsskóla?

Í vor fá nemendur í 10. bekk sérstakt tækifæri til að gera upp hug sinn varðandi framtíðina. Nemendur sem hyggjast sækja um á afreksíþróttasviðinu okkar í Borgarholtsskóla er bent á að gera eftirfarandi svo allt gangi smurt og vel fyrir sig.

Bóknám + afreksíþróttasvið = Þið sækið um á menntagatt.is viðeigandi bóknámsbraut í Borgarholtsskóla sem tengd er við afreksíþróttasviðið fyrir tilgreindan frest OG skilið inn umsókn og meðmælabréfi á skrifstofu skólans eða með tölvupósti á sveinn@bhs.is fyrir 5. júní.

Listnám/iðnnám + afreksíþróttasvið = Þið sækið um viðeigandi nám innan Borgarholtsskóla á menntagatt.is fyrir tilgreindan frest OG skilið inn umsókn og meðmælabréfi á skrifstofu skólans eða með tölvupósti á sveinn@bhs.is fyrir 5. júní.

Hér er rafræna umsóknareyðublaðið. AFR_umsokn_vor_2019-20

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið á afreksíþróttasviðinu veitir undirritaður.

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri