Dagbók frá degi 3 og 4

Dagur 3 byrjaði með morgunmat klukkan 08:00. Eftir það var frjáls tími til 12:00 þar sem það var skýjað. Nokkrir skelltu sér í bæinn en aðrir voru eftir upp á hóteli. Við mættum Gunnar Steini niðri í bæ og hann var hress eins og alltaf. Klukkan 12 löbbuðum við öll á eitthvern stað í hádegismat. Kál í karrý, pylsur og frankar, fiskur með spínatmauki. Eftir matinn tókum við strætó að vatninu þar sem við tókum skógarhlaup en aðrir lágu í sólinni enda var mjög gott veður. Planið var að skokka sirka 4 km en sumir enduðu á því að skokka 11 km. Flestir þeir sem ætluðu að skokka hringinn villtust á leiðinni og voru hræddir um að finnast ekki aftur í um það bil tvo daga. Eftir einn og hálfan tíma komu seinustu mennirnir í mark og voru feykiánægðir með það. Flestir skelltu sér í vatnið og tóku nokkra sundspretti. Bergur veiddi dauðann fisk. Þegar allir voru komnir löbbuðum við upp að strætóskýli en rétt misstum af honum svo við láum á gangstéttinni í sólbaði og blöstuðum tónlist. Í strætó ákváðu sumir að fara á Burger King en aðrir fóru á Kebab. Klukkan 18:30 röltuðum við á leikinn. Svenni fór að redda miðunum. Það var allt troðið af fólki og mikill spenningur í hópnum. Við sátum þar sem aðal stuðningslið Gummerbach var. Þetta var mjög flottur leikur hjá báðum liðum. Þessi leikur var ótrúleg upplifun og flest allir voru hásir eftir hann. Að leik loknum fengum við að fara á völlinn og tala við leikmennina og fá myndir með þeim. Alli sjallaði við Santos. Eftir það var kvöldvaka í herbergi 106.

Á degi 4 var vaknað og farið í morgunmat, eftir það löbbuðu við á lestar stöðina til að fara til Kölne sem tók ein og hálfan tíma. Þegar við vorum komin tókum við myndir af Dómskirjunni og löbbuðum yfir brú með fullt af ástarlásum. Til að byrja verslunarleiðangurinn fóru allir á mc donalds þar sem flestir voru svangir. Í bænum var mikið líf og næstum troðið allstaðar þar sem útsölur voru í gangi. Flestir byrjuðu í H&M en eftir það splitupust allir upp. Berglind og Logi tóku þátt í skemmtilegri keppni í eini íþróttar búðinni þar sem þau þurfti að fara í snerpustiga og taka þrjár burdbis og fara aftur í gegn um stigan og taka þrjár burdbis allt á tíma. Auðvitað kláruðu þau keppnina með stæl og lentu þau í sæti.(Logi 3 sæti karla megin og Berglind í 1 sæti kvenna megin). Þegar klukkan var orðinn 18:30 hittumst við og ætluðum á Hard rock en því miður komumst við ekki þangað útaf því það var allt fullt þannig við fórum og fengum okkur dýrindis pizzu á Pizza Hut. Eftir að allir voru búnir að borða löbbuðum við upp á lestar stöð og fórum til baka með lestinni. Við vorum komin upp á hótel klukkan 23:00. Dagurinn endaði svo með rosalegri Kosningarvöku í herbergi 103 þar sem var boðið upp á drykki og snakk.

11256855_10205701513008477_1814553905915829059_n 11268364_10205701513808497_329983467271819200_n 11058352_10205701515448538_2930235232979173388_n

Leave a Reply

Your email address will not be published.