Ferðasaga #3

Dagur 5

Fengum að sofa aðeins lengur en venjulega og mættum kl. 09:00 í morgunmat. Eftir það var mæting niður í lobby kl. 11:00 og þaðan fórum við á styrktaræfingu í Schalbe Arena frá 11:30-13:00. Þar var tekið verulega á því: upphífingar – glútæfingar – snerpuhopp – kaðlaæfingar – köst með medicine-bolta og 20m sprettir m/30-40kg í afturdragi svo eitthvað sé nefnt. Held að öllum fannst kaðlaæfingarnar langerfiðastar. Eftir æfinguna var farið heim uppí hótel, í sturtu og hádegismat. Flest allir fóru saman á City Grill, sem við köllum yfirleitt “Kebob”, sem seldi pizzur og auðvitað kebab vefjur. Eftir matinn var um það bil klukkutími í næstu æfingu þannig fólk keypti sér vatn og nesti fyrir hana og slökuðu á þar til 16:30. Á þeim tíma var mæting niður í lobby og svo röltuðum við síðan aftur í höllina og biðum eftir Gunnari Steini sem opnaði fyrir okkur. Æfingin hófst 17:00 og var til 18:00. Á æfingu var farið yfir sóknarleik og varnarleik fyrir leikinn á móti Gummersbach-akademíunni á morgun. Sóknakerfin sem við æfðum voru Barca, Køben, Cairo og Strasbourg. Við ætlum okkur að spila annaðhvort 6-0 vörn með aggressíva tvista/bakverði eða 3-2-1 vörn sem fer eftir því hvernig leikurinn mun þróast. Eftir æfinguna var farið upp á hótel og tekið létt chill þar sem ákveðið var hvað ætti að borða. Allir ætluðu að fara saman á veitingastaðinn niðri á hótelinu en það sem þurfti að panta borðið fyrirfram fyrir stóra hópa þá fóru flestallir í bæinn en Logi og Donni fóru á rómantískt deit á veitingastað hótelsins. Hinir fóru á einhvern ljúffengan pizzustað og fengu sér rjúkandi heitar flatbökur. Eftir mat var farið uppí herbergin og þar spjölluðum við tímunum saman en þó var farið snemma að sofa enda leikur næsta dag.

Dagur 6

Gameday! Fórum í morgunmat kl. 09:00 og gerðum okkur klár fyrir stuttan taktískan fund kl. 11:00. Þar var farið yfir varnarskipulagið og sóknakerfin sem Sveinn hafði tekið upp á myndband á æfingunni deginum áður. Eftir það var mæting niður í lobby kl. 11:30 og gerðum okkur klár fyrir teygju/styrktaræfingu í Schalbe Arena. Æfingin hófst kl. 12:00 og stjórnaði styrktarþjálfari Gummersbach-liðsins hana og var hún krefjandi á alla vegu. Einblínt var á að liðka líkaman til fyrir leikinn um kvöldið en jafnframt verið að styrkja miðju/kjarna líkamans eða “core”-ið. Æfingar á borð við plankar og hliðarplankar með skemmtilegum tvisti og fjölbreyttar æfingar með medicine-bolta einkenndu æfinguna og því var tekið vel á því. Eftir æfingu var farið upp í hótel og beint í sturtu. Eftir það var frjáls tími fram að mætingu fyrir leik sem var kl. 18:00. Margir nýttu sér tíman og versluðu inn á meðan aðrir hvíldu sig vel fyrir leikinn. Auðvitað fengu allir sér góða næringu fyrir leik og allir mættir á réttum tíma upp á hótel. Þaðan var farið aftur í Schalbe Arena og þar hófst venjulegur undirbúningur fyrir leik eins og að spila háværa þýska teknó-tónlist inni í klefa. Klukkutíma síðar hófst leikurinn. Leikurinn var í járnum nær allan tíman og spiluðu bæði lið flottan varnarleik. Gummersbach leikmennirnir voru samt einu skrefi á undan okkur og breikkuðu bilið á milli okkar jafnt og þétt. Staðan í hálfleik 15-9. Seinni hálfleikurinn var jafn skemmtilegur og sá fyrri og voru bæði lið staðráðin í að vinna. Baldur var logandi í markinu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru og einnig hraðaupphlaupi. Berglind kom sterk inn í leikinn og skoraði 4 mörk og var ein af markahæstu mönnum leiksins. Heilt yfir spiluðu allir flottan leik og gátum við borið höfuðið hátt þrátt fyrir 10 marka tapi 31:21. Ekki slæmt miðað við að hafa bara tekið eina æfingu áður til að spila okkur saman og það degi fyrir leik. Eftir leik var klukkan orðin mjög margt þannig að nokkrir drifu sig í sturtu inni í klefa á meðan aðrir slepptu sturtunni alveg og drifu sig að finna stað til að borða á. Margir fóru á “Kebob” en aðrir héldu að allir veitingastaðir væru lokaðir, enda klukkan orðin vel yfir tíu, og fóru þeir í Asíu-búðina rétt hjá hótelinu og reyndu að finna næringu við hæfi. Brauð, súkkulaðikrem, pringles-snakk, haribo-nammipokar, gos, súkkulaði-kex, súkkulaði-stangir og margt fleira í þessum dúr var borið út úr Asíu-búðinni í þremur stórum innkaupapokum. Eftir mishollum kvöldmat var chillað saman langt fram á nótt og var meðal annars horft á Monsters University teiknimyndina góðu í herbergi 103.

Dagur 7

Í dag var kominn tími á að fara heim til Íslands þannig allir voru búnir að pakka og tilbúnir í flug.
Við vöknuðum fyrir níuleytið og fengum okkur seinasta morgunverðinn á hótelinu, náðum svo í töskurnar okkar og fermuðum
mini-rútuna sem keyrði okkur til Düsseldorf. Við skrifuðum líka öll þakkarbréf fyrir ferðina handa Gunnari Stein, sem var reyndar farinn þegar Sveinn ætlaði að afhenda honum það þannig við sendum honum það í pósti á flugvellinum. Eftir langa keyrslu á flugvöllinn vorum við komin þangað um hádegi, og þá voru um 6 tímar í flugið okkar. Við ákváðum þá að láta geyma ferðatöskurnar okkar hjá ferðatöskugeymslu einni og fara með lest sem hengur í loftinu, eða svokölluð “Skytrain”, og svo venjulega lest inn í miðbæinn á Dusseldorf og þar svo að versla og skoða okkur um. Þar löbbuðum við öll niður göturnar, sumir fengu sér að borða, aðrir fóru og versluðu í búðunum og aðrir hins vegar bara skoðuðu sig um. Um klukkan korter í 6 var ákveðið að hittast við lestarstöðina og fara aftur á flugvöllinn, en þar sem allir voru nú þegar komnir á stöðina fórum við bara fyrr af stað. Við byrjuðum lestarferðina á flugvöllinn með því að fara í öfuga átt, en sem betur fer áttuðum við okkur á því og hoppuðum af á næstu stöð og skiptum um lest. Þegar við komum á flugvöllinn fórum við að ná í töskurnar aftur og fengum okkur svo að borða fyrir flugið. Við fórum svo að checka okkur inn og láta leita á okkur og sjá hvort við værum eitthvað hættulegt á okkur. Logi og Alli þurftu að láta taka dótið sitt og sjá hvort einhver ólögleg efni voru þar, en sem betur fer voru engin. Um tíuleytið á þýskum tíma var flug heim og allir voru tilbúnir í flugið heim. Þriggja tíma flugið leið eins og við höfðum bara flogið í 15 mínútur og allir skemmtu sér konunglega að tala saman og skemmta sér. Klukkan 11 á íslenskum tíma vorum við lent og var smá verslað líka í fríhöfninni. Allir voru komnir inn í rútu klukkan 11:50 og við keyrðum í átt að borgarholtsskóla. Allir voru mjög glaðir með ferðina og ég held að við tölum fyrir alla þegar við segjum að við höfum verið heiðraðir með að fá þetta tækifæri að fara með svona rosalega skemmtilegum krökkum í topp 1 besta sem við höfum a.m.k farið í. Við viljum bara þakka fyrir okkur krakkana að fá að fara í þessa vel heppnuðu ferð og hún hefði ekki getað gengið betur upp.
Takk fyrir okkur.

10922872_916521065070970_9171703830898677098_n 11351161_916521101737633_1762021242265484988_n 20150518_212538

Leave a Reply

Your email address will not be published.