Vorútskrift Borgarholtsskóla 2015

Eins og oft áður átti afreksíþróttasviðið glæsilega fulltrúa á útskrift Borgarholtsskóla í gær. Útskriftin var haldin hátíðlega í gær (laugardaginn 23. maí) fyrir fullum sal. Í ár útskrifuðust 7 nemendur af afreksíþróttasviðinu, 2 úr körfbolta, einn úr fótbolta og 4 úr handbolta. Handboltastrákarnir eru einmitt úr fyrsta handboltaárganginum sem byrjaði við skólann. Þeir eru því frumkvöðlarnir sem byggðu upp handboltann og eiga stóran þátt í því að í dag eru 24 nemendur þar skráðir og fleiri á leiðinni, farið hefur verið í 2 utanlandsferðir og 6 nemendur þaðan hafa fengið landsliðsstyrki fyrir þátttöku sína í verkefnum með landsliðum, af 18 sem fengu styrk á þessu skólaári (samtals 450.000 kr.).

Þeir nemendur sem fara alla leið hjá okkur eru sérstaklega mikilvægir því þeir gegna miklu fyrirmyndarhlutverki gagnvart þeim sem koma inn nýir á hverju ári. Og þessir drengir hafa svo sannarlega staðið sig þar.

Frá vinstri, Halla Karen fagstjóri íþrótta, Sveinn verkefnistjóri afreksíþróttasviðs, Helgi Freyr, Alexander Þór, Þorgeir, Jón Pálsson, Breki Dagssson, Helgi Karl og Bjarki Lárusson

Polar púlsúr í útskriftargjöf

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.