Afreks-samningurinn

Samningur milli umsækjanda og afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla

Nemendur á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla eru á þeirri skoðun að hverskyns reykingar þar með taldar rafreikingar, vímuefna- og áfengisneysla fari ekki saman við lífsstíl afreksíþróttamannsins. Neysla þessara efna hjálpar okkur ekki við að ná markmiðum okkar.

Ég undirritaður, umsækjandi um afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla samþykki að fara eftir skólareglum Borgarholtsskóla í hvívetna. Nánar tiltekið reglum um skólasókn, námsframvindu,reykingar og aðra vímuefnanotkun. Ríkari krafa er gerð til nemenda sviðsins um mætingu (95%) en almennt gerist í skólanum. Gegn þeirri skuldbindingu fær nemandi leyfi fyrir æfingum, æfingaferðum og keppnisferðum á skólatíma (sjá nánar í reglum um leyfi).

Við brot á reglum um reykingngar, neyslu áfengis og annarra vímuefna (nánar tilgreint í skólareglum sjá www.bhs.is) fyrirgerir nemandinn rétt sínum til að fá að taka áfanga afreksíþróttasviðs. Með undirritun þessa samnings staðfestir nemandi og forráðamenn að þeim sé ofangreind viðurlög ljós og una þeim.

Sé markmiðum um eðlilegra námsframvindu (sjá skólareglur), námsárangri (5 eða hærra í lokaeinkunn AFR áfanga) eða skólasókn (>95% til skólasóknareinkunnar) ekki sinnt fær nemandi skriflega viðvörun og fund með verkefnisstjóra.  Bæti nemandi ekki ráð sitt fyrirgerir hann rétti sínum til áframhaldandi náms í áfanganum.

Afrit af samningunum fyrir skólaárið 2018-2019 má finna hér.

Samningur_afrekssvid_haust_2018_final