Relgur um leyfi

Reglur vegna leyfis fyrir keppnis- og æfingaferðir

Reglur afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla.

Leyfisveitingar vegna æfinga, keppnis- og æfingaferða.

  1. Nemandi skal vera með a.m.k. 95% mætingu á afreksíþróttasviði eins og tilgreint er í samningi nemandans við sviðið.
  2. Nemandi skal sækja skriflega og tímanlega um leyfi á skrifstofu skólans. Nemendur yngri en 18 ára skila inn umsókn með undirskrift foreldris/forráðamanns.
  3. Skilyrði er að nemandi fái jákvæða umsögn fyrir ferðinni hjá verkefnisstjóra (sveinn@bhs.is) áður en haldið er í ferðina.
  4. Nemandi skal hafa samband við alla kennara þeirra kennslustunda sem hann kemur til með að missa af vegna ferðarinnar og greina frá umsókn um leyfi.

o   Þetta er sértaklega mikilvægt vegna verkefna og námsmats sem gæti átt sér stað á tíma leyfisins.

  • Nemandi skal gæta þess að halda námsframvindu samkvæmt námsáætlunum hvers áfanga á meðan á ferð stendur.

Hér er sjálft eyðublaðið sem hægt er að undirrita, skanna og senda á sveinn@bhs.is. AFR_umsokn_leyfi_vor_2019_nytt

Gangi þér vel

Sveinn Þorgeirsson

verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla