Um okkur

Afreksíþróttasvið [AIS]

Borgarholtsskóli býður upp á afreksíþróttasvið í hópíþróttum og einstaklingsíþróttum sem viðurkenndar eru af ÍSÍ. Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er (félagsfræði-, náttúrufræði- og viðskipta- og hagfræðibraut), félagsliðabraut,  og málmiðnaðarbraut. Verið er að vinna í því að auka framboðið enn frekar.

Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Nemandi fær fimm FEIN einingar á önn fyrir að stunda nám á afreksíþróttasviði. Þessar einingar nýtast til stúdentsprófs.

Nemendur á afreksíþróttasviði taka 5 einingar á önn í sinni íþróttagrein, knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik eða einstaklingsíþrótt innan ÍSÍ. Afreksíþróttasviðið er í boði í 6 annir eða 3 ár og nemandi útskrifast með stúdentspróf af bóknámssviði auk útskriftar af afreksíþróttasviði. Fjórða árið er hugsað þannig að nemandi geti einbeitt sér að þeim bóklegu greinum sem hann á eftir til að klára stúdentsprófið. Alls eru þetta því 30 einingar á afreksíþróttasviði. Afreksáfangar koma í stað eininga í íþróttum og valeininga sem tilheyra hefðbundnum stúdetnsprófsbrautum.

Hér er að finna brautarplan hverrar bóknámsbrautar fyrir afreksíþróttasviðsið.

NÁF_afrek_Vor_2018_kynning

VHF_Afrek_Vor_2018_kynning

FHU_Afrek_Vor_2018_Kynning

Kröfur til nemenda

  • Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
  • Að hafa staðist grunnskólapróf
  • Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
  • Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
  • Standast eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 30-35 einingum á önn.
  • Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum.

Efnisgjald fyrir afreksíþróttasvið verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 40.000 á önn.

Umsókn

Nemendur sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt á menntagátt.is. Einnig þarf að sækja sérstaklega um á afreksíþróttasviði.

Hér er umsóknin AIS_umsokn_ekki_samningur_2018-19

ATH: SAMNGURINN ER Í UPPFÆRSLU og verður sendur þeim sem verða samþykkt eftir verslunarmannahelgi.

Allar nánari upplýsingar veitir
Sveinn Þorgeirsson
Verkefnisstjóri afreksíþrótta BHS
sveinn@bhs.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.