Þjónustan á AÍS

Búnaður sem er innifalinn í iðgjaldi. Á hverju ári fá nemendur nýtt æfingasett af sem samanstendur af tvöföldu setti af bolum, stuttbuxum og sokkum, ásamt veglegri peysu. Nemendur hafa aðgang að sundlaug Grafarvogs á skólatíma og að líkamsræktarstöð World Class í Egilshöll á skólatíma einnig.

Fyrsta ár

Þjálffræði. Bók eftir Gjerset, A., Haugen, K. og Holmstad, P. er notuð sem grunnlesefni í fagbóklegri kennslu í næringarfræði, íþróttasálfræði og þjálffræði.

Thjalffraedi-cover

Nýnemaferð. Hefð hefur skapast fyrir því að fara með nemendur á AIS í nýnemaferð til að hrissta hópinn saman. Undanfarin ár hefur verið farið í Rafting á Hvítá eða austur í Reykjadalinn.

Annað ár

Nuddrúllla/nuddbolti

Þriðja ár

Jafnvægispúði

Airex-Balance-Pad

 

Meðferð við meiðslum

Við alvarlegum meiðslum er eftirfarandi viðbragðsferli

 1. Boðið upp á viðtal við íþróttasálfræðing um markmiðssetningu og viðbrögð
 2. Boðið upp á ráðgjöf varðandi næringu
 3. Boðið upp á tengingu við færa sjúkraþjálfara

Tryggingar nemenda

SÉRSAMDIR SKILMÁLAR:

 • Vátrygging þessi nær eingöngu til slysa sem verða á æfingum til undirbúnings fyrir keppni og í keppni á vegum vátryggingartaka.
 • Örorkubætur greiðast í hlutfalli við vátryggingarfjárhæðina, þó þannig að hvert örorkustig frá 51-100% verkar þrefalt. Bætur við örorku sem metin er á 100% verða því 225% af grunnvátryggingarfjárhæð vegna örorkubóta.
 • Ef slys verður skal tjónstilkynning fyllt út af hinum slasaða eða forráðamanni hans. Tjónstilkynningu þarf þjálfari eða forráðamaður íþróttafélags að undirrita. Tjónstilkynning skal send til tjónadeildar Tryggingamiðstöðvarinnar.
 • Vátrygging þessi tekur til nemenda í Borgarholtsskóla sem skráðir eru á afreksíþróttasvið samkvæmt lista.
 • Skilyrði er að nemandi sé virkur félagsmaður í sinni grein á meðan hann stundar nám við afreksíþróttasvið. Hætti nemandi iðkun með íþróttafélagi er þátttöku á afreksíþróttasviði sjálfhætt og fellur vátrygging þá niður fyrir viðkomandi nemanda.
 • Vátryggingarfjárhæðir taka mið af viðkomandi aldursflokki íþrótta sem nemandi iðkar hjá íþróttafélagi og tilgreindar eru hér að neðan.
 • Þrátt fyrir uppgefnar vátryggingarfjárhæðir á skírteini þessu þá eru liðir C. undanskildir í vátryggingu þessari (dagpeningar og sjúkrakostnaður innanlands.
 • Grunnfjárhæð örorkubóta er tilgreind hér að neðan. Bætur vegna varanlegrar örorku skulu reiknast þannig að fyrir örorkustig á bilinu 1-25% reiknast örorkubætur af einfaldri grunnfjárhæð, fyrir örorkustig á bilinu 25-50% reiknast örorkubætur af tvöfaldri grunnfjárhæð og vegna örorkustigs á bilinu 50-100% reiknast örorkubætur af þrefaldri grunnfjárhæð. Þannig geta örorkubætur vegna algjörrar varanlegrar örorku (100%) að hámarki numið fjárhæð sem nemur 225% af grunnfjárhæð. Viðbrögð við alvarlegum meiðslum.
 • Fatnaður og búnaður