Þjónustan á AFR

Búnaður sem er innifalinn í iðgjaldi. Á hverju ári fá nemendur nýtt æfingasett af sem samanstendur af tvöföldu setti af bolum, stuttbuxum og sokkum, ásamt veglegri peysu. Nemendur hafa aðgang að sundlaug Grafarvogs á skólatíma og að líkamsræktarstöð World Class í Egilshöll á skólatíma einnig.

Nemendur fá

Þjálffræði. Bók eftir Gjerset, A., Haugen, K. og Holmstad, P. er notuð sem grunnlesefni í fagbóklegri kennslu.

Thjalffraedi-cover

Nýnemaferð. Hefð hefur skapast fyrir því að fara með nemendur á AIS í nýnemaferð til að hrissta hópinn saman. Undanfarin ár hefur verið farið í Rafting á Hvítá eða hjólaferð austur í Reykjadalinn.

Meðferð við meiðslum

Við alvarlegum meiðslum er eftirfarandi viðbragðsferli

  1. Boðið upp á viðtal við íþróttasálfræðing um markmiðssetningu og viðbrögð
  2. Boðið upp á ráðgjöf varðandi næringu
  3. Boðið upp á tengingu við færa sjúkraþjálfara