Algengar spurningar [FAQ]

Komast allir inn á afreksíþróttasviðið?

Stutta svarið er nei. Árlega fáum við margar umsóknir og flestir komast inn.

  • Fyrsta sem þarf að huga að er að umsóknin um bóknám í skólanum sé samþykkt.
  • Í öðru lagi þarf að vanda skriflegu umsóknina og (AIS_umsokn_ekki_samningur_2018-19)  meðmælabréfi frá þjálfara um að viðkomandi stundi íþróttina sína af fullum krafti. Tekið er við þessari ummsókn á skrifstofum 2. hæð í Borgarholtsskóla á skrifstofutíma.

Get ég tekið afreksíþróttasviðið með öðrum sviðum á borð við málmiðnir, bíliðnir eða listgreinar?

Tímaskipulag afreksíþróttasviðsins er skipulagt samhliða bóknámsbrautum skólans. Önnur svið geta gengið upp, og hvern einstakling (og námsáætlun viðkomandi) þarf að skoða sérstaklega. Viðbúið er að ekki verði hægt að taka afreksáfanga á hverri önn og eða að það hægist á 3ja ára námsframvindu. Þessi mál þarf að skoða á einstaklingsgrundvelli og er það gert með kennslustjórum skólans.

Í hvað fara 40.000 kr efnisgjaldið sem greitt er á hverri önn?

Gjöldin fara í að greiða afreksíþróttafatnað á hverri haustönn sem samanstendur af veglegri peysu, tveimur íþróttabolum, tveimur stuttbuxum og sokkapörum. Að auki fara nýnemar í sérstaka nýnemaferð að hausti. Þá eru viðburðir að haust og vori á borð við þemadagana okkar kostaðir af þessum gjöldum. Í þeim eru innfaldir þjálfun og kennsla ásamt fæði og skemmtun.

Að auki fá nemendur á 1. önn íþróttatösku, á 3. önn nuddrúllu eða bolta, 5. önn, jafnvægispúða og púlsúr við útskrift.

Hvernig er tryggingum háttað á afreksíþróttasviðinu?

Við erum tryggð fyrir varanlegri örorku hjá TM (sjá nánar skilmála). Sjá sérstaka skilmála á síðunni okkar. Aðrar tryggingar fyrir íþróttaslysum eru ekki fyrir hendi og því eru iðkendur á eigin ábyrgð á æfingum hjá okkur.

Hvaða einstaklingsgreinar koma til greina inn á afreksíþróttasviðið?

Svarið er allar íþróttagreinar sem eru samþykktar innan ÍSÍ.

Screen Shot 2016-03-19 at 13.52.58