Hámum í okkur hafragrautinn

Nemendur í Borgarholtsskóla fá hafragraut í boði skólans á morgnanna frá kl. 7:45 til 10:20. Þetta er frábært framtak sem ég hvet nemendur til að vera dugleg að nýta sér. Hvað er betra en að hópast saman í kringum æfingar í skólanum og fá frían morgunmat?

Allir í bátana!

Þá er haustönnin loksins að hefjast. Fyrstu tímarnir verða kenndir í þessari viku og kennarar eru þessa stundina að leggja lokahönd á skipulag námsins í haust. Það er tilhlökkun í kennaraliðinu þar sem við ætlum að frumsýna uppfært skipulag sem við teljum að verði til þess fallið að styrkja sviðið enn meir.

Fyrsti tími með okkar á afrekinu með ykkur nemendum verður á miðvikudaginn 20. ágúst.

2. og 3. árs nemendur mæta kl. 8:10 í stofur 108 og 110 í Borgó

Nýnemar mæta kl. 9:10 í stofum 108 og 110 í Borgarholtsskóla

Landsliðsstyrkur vorsins 2019 – til hamingju!

Í síðustu viku var landsliðsstyrkur veittur í 10. sinn í Borgarholtsskóla. Alls voru það 12 nemendur sem hlutu styrk upp á 25.000 kr. Hér að neðan er yfirlit yfir verkefnin þeirra og óskum við þeim til hamingju með árangurinn og gleðilegt sumar!

Frá 10. afhendingu landsliðsstyrks í Borgarholtsskóla fyrir vor 2019. Efri röð frá vinstri, Sveinn verkefnisstjóri, Ragna, Brynjólfur, Stígur, Goði og Ásta aðstoðarskólameistari. Neðri röð frá vinstri; Benedikt Gunnar, Dagbjartur og Þórður Jökull. Á myndina vantar Daníel Sverri, Magnús Gauta, Steindór Mána, Þorgils og Kristófer Karl.

 

Daníel Sverrir ásamt dansdömu sinni á móti í XXX fyrr í vor.
Daníel Sverrir ásamt dansdömu sinni á móti í XXX fyrr í vor. Árangur hans undanfarin misseri hefur verið frábær og nægir þar að nefna að parið er Austur Bandaríkjameistari í U21 tvö ár í röð, 2018-2019, Austur Bandaríkjameistari í Amateur Rising Star 2019. Þá lentu þau í 21. sæti í Blackpool U21 sem er sterkasta danskeppni í heimi og hafnaði í 4. sæti á HM í París 2018.
Steindór Máni tók þátt í sterku Evrópumóti í Álaborg í Danmörku í febrúar á þessu ári með landsliði Íslands í keilu.

 

 

 

Magnús Gauti borðtenniskappi hér lengst til hægri ásamt félögum sínum í landsliði Íslands. Magnús tók þátt á heimsmeistaramóti í einstaklingskeppni fullorðinna í Budapest. Það var í fyrsta sinn sem hann keppir á heimsmeistaramóti og stóð hann sig vel. Hann keppti við firnasterka andstæðinga og sá besti var meða 100 bestu í heiminum í dag.
Stígur Hermannsson Aspar lék með íslenska karlalandsliðinu í íshokkí skipað leikmönnum 18 ára og yngri í A-riðli 3. deildar á heimsmeistaramótinu í Búlgaríu. Í riðlinum spiluðu Ísland, Búlgaría, Ísrael, Tyrkland, Mexíkó og Nýja Sjáland. Ísland tók silfrið eftir að hafa hafnað í öðru sæti með 3 sigra.
Brynjólfur (á mynd til vinstri) og Ragna taka þátt á Smáþjóðaleikunum síðar í þessum mánuði og óskum við þeim góðs gengis. Undirbúningur í vor hefur gengið vel og verður því spennandi að fylgjast með þeim úti í Svartfjallalandi.
Þórður Jökull tók þátt með landsliði Íslands á Evrópumóti ungmenna í karate í Álaborg í febrúar 2019. Þá keppti hann á á sænsku bikarmóti í karate í Stokkhólmi mars 2019. 5 sæti í bæði 16-18 ára og fullorðinsflokki.
Dagbjartur (þriðji frá vinstri) og Kristófer (fjórði frá vinstri) hlutu styrk fyrir verkefni á vegum yngri landsliða í golfi. Kristófer fór með landsliðinu til Budapest í september og keppti í Berlin í október. Hann keppti á þremur mótum í Florida í vetur og fór með A landsliðinu til Spánar í janúar. Dagbjartur hefur keppt með landsliðinu í Octagonal Match á Spáni og höfnuðu þeir í 4 sæti. Dagbjartur náði góðum árangri á Ítalíu í mars og Skotlandi núna í apríl.
Benedikt Gunnar og Goði Ingvar kepptu með U19 ára landsliði Íslands á móti í Þýskalandi milli jóla og nýárs í fyrra. Stóðu sig vel og höfnuðu í 3ja sæti.
Þorgils í kröppum dansi með U20 ára landsliði Íslands í íshokkí fyrr í vetur. Liðið hafnaði í 3. sæti í mótinu.

Hvernig sæki ég um á afreksíþróttasvið og nám í Borgarholtsskóla?

Í vor fá nemendur í 10. bekk sérstakt tækifæri til að gera upp hug sinn varðandi framtíðina. Nemendur sem hyggjast sækja um á afreksíþróttasviðinu okkar í Borgarholtsskóla er bent á að gera eftirfarandi svo allt gangi smurt og vel fyrir sig.

Bóknám + afreksíþróttasvið = Þið sækið um á menntagatt.is viðeigandi bóknámsbraut í Borgarholtsskóla sem tengd er við afreksíþróttasviðið fyrir tilgreindan frest OG skilið inn umsókn og meðmælabréfi á skrifstofu skólans eða með tölvupósti á sveinn@bhs.is fyrir 5. júní.

Listnám/iðnnám + afreksíþróttasvið = Þið sækið um viðeigandi nám innan Borgarholtsskóla á menntagatt.is fyrir tilgreindan frest OG skilið inn umsókn og meðmælabréfi á skrifstofu skólans eða með tölvupósti á sveinn@bhs.is fyrir 5. júní.

Hér er rafræna umsóknareyðublaðið. AFR_umsokn_vor_2019-20

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið á afreksíþróttasviðinu veitir undirritaður.

Sveinn Þorgeirsson, verkefnisstjóri

Ný facebook síða – við færum okkur og bætum okkur :)

Það eru breytingar í farvatninu.

Í vor munum við skipta alfarið um facebook-síðu fyrir upplýsingar tengdar afrekinu. Við förum á stóra og flotta síðu Borgarholtsskóla og munum áfram deila efni okkar á þeim vettvangi.

Það þýðir að þessi síða verður lögð af og hvetjum við ykkur til að beina sjónum ykkar að þessari flottu síðu skólans á næstu misserum fyrir frekari fregnir af afrekinu og örðu starfi skólans.

SÞ, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs