Myndbygging

©hafdís ólafsdóttir


Gullna sniðið (The Golden Section

 

Parthenon, Acropolis, Athens

Gullna sniðið hefur verið notað markvisst af arkitektum, hönnuðum og myndlistarmönnum í gegn um aldirnar.

Litið hefur verið á gullna sniðið sem hin fullkomnu hlutföll.
Hlutföll Gullnasniðsins, 1,618 / 1 koma fram í byggingum og málverkum frá öllum tímabilum, í grískum hofum, byggingum og verkum endurreisnartímabilsins og í nútíma byggingum og myndlist samtímans. Le Corbusier sem er einn frægasti arkitekt nýtisstefnunar (functionalism) notaði hlutföll gullna sniðsins mjög í sínum verkum.

Gullna sniðið er einfalt tæki til að gera myndverk aðgengilegri og fallegri og minnir okkur á að staðsetning og hlutföll flata og forma í myndverkum skiptir máli.

Gríski rúmfræðingurinn Pythagoras (560-480 BC), var sérlega áhugasamur um gullna sniðið og sýndi framá samspil hlutfalla í mannslíkamanum við gullna sniðið.

Leonardo da Vinci (1451-1519) notaði einnig gullna sniðið mjög í sínum verkum öld síðar og þá sérstaklaga í tengslum við mannslíkaman. Hann sýndi fram á að hlutföll allra líkamsparta mannsins hafa tengingu við Gullna sniðið

Í framsækinni nútímamyndlist þar sem allt er leyfilegt má líka sjá að listamenn eru að vinna með hlutföll gullna sniðsins í verkum sínum.

 

 

 

 

1/3 reglan

http://www.colorpilot.com/comp_rules.html
http://www.photographymad.com/pages/view/rule-of-thirds

 

 

 

Myndbygging

Í hverju myndverki er oft aðeins ein ríkjandi myndbygging. Ef þær eru fleiri er eins víst að verkið verði óstöðugt og ekki eins áhugavert og ef stuðst er við eina ákveðna byggingu. En það er margt sem þarf að taka tillit til við uppbyggingu myndverks.

Myndbygging = fletir, línur, stefnur, hreyfing, rými, fyrir framan og fyrir aftan.

Allur myndflöturinn sem tekur þátt í heildarútkomunni. Útlínur, kanturinn er einnig með í verkinu. Oft getum við skipt myndfletinum í pósitíf og nekatíf svæði. Ef við höfum t.d. andlitsmynd þá er andlitið pósitíft en bakgrunnurinn negatífur. Og negatífi hlutinn er alveg eins mikilvægur og pósitífi þó pósitífi sé meira áberandi.

Jákvætt / Pósitíft

Neikvætt / Negatíft

Það sem er á myndfletinum er mismunandi ríkjandi, sumt hefur öll völd á meðan annað hvílist á bak við. Sumt er í aðalhlutverkum á meðan annað er í aukahlutverkum. Yfirráð geta verið bæði hlutlæg og óhlutlæg.

Myndverk er kyrrt en samt getum við talað um hreyfingu. Þyngd, léttleiki, stefnur og endurtekning gefa verkum hreyfingu. Við "lesum" myndir frá vinstri til hægri eins og bækur og því er hlutur sem er staðsettur vinstramegin á myndfleti á leið inn á myndina og hlutur sem er staðsettur hægra megin á leið út úr myndfletinum.

 

Myndbygging í myndlist

Hér eru dæmi um algengustu tegundir af myndbyggingu. Athugið að myndbygging er mismunandi skýr í verkum og myndlistarmönnum er algerlega frjálst að fara með byggingu myndverka eftir sínu höfði. Í myndlistarnámi fara allir nemendur í gegn um grunnnám í litafræði, formfræði og myndgyggingu og það er á valdi hvers og eins listamans hvernig hann notar þekkinguna. Grunnþekking er hjálpartæki bæði til myndsköpunar og myndlesturs.

Grunnuppbygging myndverks er skákborðsgrindin. Sýnileg eða ósýnileg. Grindin aðstoðar við að staðsetja form og liti á myndfletinum og auðveldar alla skipulagsvinnu. Grindin er einnig notuð við uppsetningu mynda og texta í blöðum og tímaritum.
Í grunnuppbyggingunni er bæði að finna lárétta og lóðrétta byggingu.


Nína Tryggvadóttir
Tvískipt myndbygging > lárétt

 
 


Georg Guðni


 


Tvískipt myndbygging > lóðrétt

 

 

 

 

 

 


Þrískipt myndbygging - 1 / 3 reglan
Forgrunnur, miðgrunnur og bakgrunnur

 

 


 

 


Georg Guðni

 

 


Skálæg uppbygging

 

 

 

 


Þorri Hringsson


Fjarvíddar uppbygging

Í fjarvíddarmyndum þá erum við að leitast við að túlka raunveruleikann með tilstilli skynblekkingar. Myndirnar, málverk eða ljósmyndir sýna hlutina eins og þeir sýnast frá sjónarpunkti ljósmyndarans - listamannsins.
Í ljósmyndum er það linsa vélarinnar sem ákveður hve fjarvíddin er mikil.
45 - 50 mm linsa er næst því sem augað sér.


Miðjusett

 


Sigríður Zoega
Miðjusett
Forgrunnur, miðgrunnur og bakgrunnur.


Myndirnar eru í góðu jafnvægi. Hér gætir áhrifa gullna sniðsins.

 
Hringlæg skipan


Helgi Þorgils


Hafdís Ólafsdóttir, ísfletir 2002

 

 


Þríhyrningsuppbygging

 

 


Rembrandt, sjálfsmynd


 


Jón Kaldal

Dreifi -uppbygging