ANDSTÆÐIR LITIR  
Ljós og litir
Litahringurinn
Litatónar
Ljóst dökkt
Heitt-kalt
Andstæðir litir
Huglæg upplifun
Hreinleiki
Ljósmagn
RGB
CMYK
Bjargir

HEIM

©hafdís ólafsdóttir

Andstæðir litir eru á móti hvor öðrum á litahring

Við köllum tvo liti andstæður ef litarefni þeirra blandað saman verður hlutlaust grátt. Andstæðir litir eru ólíkir, en þeir kalla á hvorn annan.

Þeir eyðileggja hvorn annan þegar þeim er blandað saman eins og ís og eldur.

Andstæðir = gult - fjólublátt, blátt - appelsínugult, rautt - grænt.

Augað kallar fram andstæðan lit, þetta getum við séð ef við horfum um stund á t.d. rauðan flöt og síðan á hvítt blað sjáum við grænan. (Sjá huglæg upplifun)
Augað eða hugurinn kallar fram andstæðan lit sjálft og leitar þannig að jafnvægi. Þessi þekking hjálpar okkur til að vinna með liti og til að ná fram t.d. jafnvægi, ójafnvægi, friði, ró, spennu og hreyfingu.

Gult- fjólublátt er ekki aðeins andstæðir litir heldur hafa þeir
líka dekksta - ljósasta litamuninn.  

Rauðappelsínugult - blágrænn hafa líka heitan - kaldan litamun.

Rautt og grænt eru ekki bara andstæðir, þeir hafa líka sama ljósmagn.

Í náttúrunni má á oft finna andstæða liti saman t.d. í rauðu rósabeði.
Til að búa til gráan getum við blandað saman andstæðum litum. Þessi grái stendur þá á mjög vel með þeim litum sem hann var blandaður úr.

Þegar við setjum saman andstæða liti æsa þeir hvorn annan upp og verða ertandi.
Við getum bæði nýtt okkur þessa eiginleika og forðast að setja saman liti sem eru andstæðir. Ef þeir eru beint á móti á litahring þá er andstæðan mest en síðan dregur úr henni. Við getum klætt okkur í andstæða liti til að hressa upp á okkur og vera meira áberandi. En við förum ekki í skæra andstæða liti ef við viljum ekki láta bera á okkur.

Andstæðir rautt og grænt

    Myndir sem eru samsettar eða litabreyttar > andstæðir litir

Grænt og rautt
Hér er rauða paprikan dregin yfir á aðra mynd.Gult og fjólublátt
Hér er ein mynd þar sem er bakgrunnurinn var valinn með töfrasprotanum og litnum breytt.

 

Fjólurautt og ljósgrænt

 

Gult og fjólublátt

 

Appelsínugult og blátt er vinsæl og áhugaverð andstæða. Hér er appelsínan sett á nýjan bakgrunn sem er gerður tvílitur með Gradient Tool ( sem er á bak við fötuna á tækjastikunni)


Appelsínugult og blátt
Hér bjó ég appelsínugulan bakgrunn og setti á hann filter > Texture> texturize

 

 

 
 
  © hafdisolafsdottir