HREINLEIKI LITAR  
Ljós og litir
Litahringurinn
Litatónar
Ljóst dökkt
Heitt-kalt
Andstæðir litir
Huglæg upplifun
Hreinleiki
Ljósmagn
RGB
CMYK
Bjargir

HEIM

©hafdís ólafsdóttir

Hreinn litur / blandaður litur

Hér er rauður litur í miðju, hreinn, óblandaður eins og hann er á litahringnum. Blandaður með svörtu dekkist hann og missir hreinleikann.

 

         
         
         
         
         

Rautt blandað með svörtu

 

Liturinn er hreinn þar sem hann er óblandaður á litahring.
Hreinasta litinn fáum við þegar við vörpum hvítu ljósi í gegn um þrístrendinginn.

Mikið litamagn í lit gerir hann þéttan, með mikilli fyllingu. Lítið litamagn gerir litinn daufan.


Litir blandast á 4 mismunandi vegu.

 1. Blandaður með hvítu. Við það verða litirnir ljósari og jafnframt
  hljóðlátari, minna áberandi og kaldari.
 2. Blandaður með svörtu. Dekkri, missa skærleikan, verða dekkri.
  Svart drepur liti og þeir verða litir næturinnar.
 3. Blandaðir hvítu og svörtu ,það er að segja með gráu.
  Við það verða þeir dempaðri og áhrifaminni.
 4. Blandaður með andstæðum lit eða öðrum lit af litahringnum og
  aftur blandaður með hvítum eða svörtum.

 

             

Rautt blandað með hvítu

             

Rautt blandað með svörtu