LITAÁHRIF  
Ljós og litir
Litahringurinn
Litatónar
Ljóst dökkt
Heitt-kalt
Andstæðir litir
Huglæg upplifun
Hreinleiki
Ljósmagn 
RGB
CMYK
Bjargir

HEIM

©hafdís ólafsdóttir

 

<<< Smelltu hér og veldu lit >>>

Hvaða áhrif hefur þessi guli?
 
Hvaða áhrif hefur blár?
 
Hvaða áhrif hefur grænt og rautt?
 

Litaáhrif

Það skiptir máli hvaða litir standa saman. Rauði liturinn breytist eftir því hvaða litur er með.
Rautt sýnist bjartast á svörtum grunni og daufast á hvítum grunni.
Líflaus með appelsínugu, hann dregur úr áhrifamætti rauða litarins.
Rauður er hressandi með blágrænum, andstæðan fer að gera vart við sig.

 

Takið eftir að rauður sýnist stærri á dökkum grunni.


Mikilvægt er að skoða hvaða áhrif litir hafa hvor á annan og hvaða tilfinningar þeir vekja hjá okkur.
Sumir hafa neikvæð, niðurdrepandi áhrif, aðrir hafa jákvæð upplífgandi áhrif. Upplifun á lit, þeirri tilfinningu sem hann vekur er einstaklingsbundin. Upplifunin er líka háð reynslu.  Marga liti getum við verið sammála um að þeir verka líkt á okkur öll.  Gult og rautt fyrir kraft og hita.  Blátt fyrir vel yfirvegað, fjarlægt, kalt og rólegt. Litrófsins dekkstu litir í kring um fjólublátt eru skuggalegir og þungbúnir.  Litir eru afstæðir og áhrifin verða til af samsetningu, uppsetningu og magni.  Rauður púði eða rauður stóll getur virst örvandi, upplífgandi, í hlutlausri grárri stofu. En rauði liturinn verður óþægilegur, espandi, og eftir einhvern tíma óbærilegur.   Í auglýsingum er þetta mikið notað.  Auglýsing fyrir vöru sem á að tengja við návist, huggulegheit og alúð notar heita gullna liti til að undirstrika hlýleikan. Og vara sem er hressandi og frískleg notar kaldari liti.

En við getum samt ekki verið viss um að litaupplifunin sé eins hjá öllum. Hvítt er t.d. litur dauðans í Kína

Ef við hugsum um andstæðurnar stríð - friður, getum við gefið þeim litina rautt - blátt, sömu liti getum við líka notað fyrir ást - hatur.  Eldur - ís. Tilfinningar , upplifanir sem eru heitar - kaldar.

Litir sem tákn.


Umferðaljós. Hættuliturinn rauður fyrir að bíða, jákvæði liturinn grænn fyrir af stað og gulur þar á milli fyrir- vertu tilbúinn.

Kranar eru merktir með rauðu eða bláu fyrir heitt og kalt.

Ástin er rauð, Sorgin er svört. Hreint og ósnortið er hvítt og vonin er græn.


Fánar þjóða eru mismunandi á litinn og þá liti notum við oft til að undirstrika hvaðan við erum og hönnum föt í landslitunum.
Land hefur ekki bara sitt tungumál, líka sitt litamál.