LITAHRINGURINN  
Ljós og litir
Litahringurinn
Litatónar
Ljóst dökkt
Heitt-kalt
Andstæðir litir
Huglæg upplifun
Hreinleiki
Ljósmagn
RGB
CMYK
Bjargir

HEIM

©hafdís ólafsdóttir

     
Isaac Newton var fyrstur til að setja litina upp í hring. Til að loka hringnum þurfti hann að bæta við einum lit, purpul (vínrauðum) en þar er í raun upphaf og endir hringsins.

Blátt, gult og rautt skera sig frá hinum hinum litunum, þetta eru þeir litir sem við getum ekki blandað. Þeir eru því kallaðir frumlitir (primary colors) og eru undirstaða í blöndun allra annarra lita.

Ef við blöndum frumlitunum saman fáum við annars stigs litablöndur (secondary colors) appelsínugult, fjólublátt og grænt.

 

Með frumlitunum  og svörtu og hvítu getum við blandað alla liti.

  

Litirnir sem eru á móti hvor öðrum á litahringnum eru nefndir andstæðir litir.  


Við gefum litunum nöfn til að geta skilgreint þá nöfn sem eru lýsandi fyrir litinn. Litunum á milli (3 stigs litablöndur) höfum við gefið nöfn eins og blágrænn, gulgrænn, bláfjólublátt, rauðfjólublátt.

Þegar við förum að vinna með litina, blanda þeim saman og skoða, byrjum við á því að skipta virkni lita niður í 7 mismunandi flokka. Hver flokkur er sérstækur bæði í útliti og áhrifum.

 
 
 
 

   

Við skiptum virkni lita í 7 flokka

1. Litatónar  Contrast of hue
2. Ljóst - dökkt  Light- dark contrast
3. Heitt- kalt  Cold- warm contrast
4. Andstæðir litir  Complementary contrast
5  Huglæg upplifun  Simultaneous contrast
6. Hreinleiki Contrast of saturation
7. Ljósmagn  Contrast of extension