LJÓS OG LITIR    
Ljós og litir
Litahringurinn
Litatónar
Ljóst dökkt
Heitt-kalt
Andstæðir litir
Huglæg upplifun
Hreinleiki
Ljósmagn
RGB
CMYK
Bjargir

HEIM

©hafdís ólafsdóttir

Litir eru hluti af rafsegulbylgjum.

Hvað er það sem þú sérð þegar þú sérð rauðan lit?
Hlutirnir eru í sjálfu sér litlausir. það er ljósið sem gefur litinn. Ef við horfum t.d. á rautt epli sjáum við það rautt vegna þess að það drekkur í sig alla geisla nema rauða. Það endurkastar rauðu geislunum til okkar. Ef við vörpum grænu ljósi á það verður það dökk eða svart ve
gna þess að græni liturinn inniheldur ekkert rautt til að endurvarpa. Svart er svart vegna þess að flöturinn drekkur í sig allar ljósbylgjunar, hvítur flötur endurkastar þeim öllum. Svart og hvítt er í þeim skilningi ekki litir, heldur eru þeir litlausir. Hvítt getum við kallað samansafn allra lita og svart vöntun á öllum litum.

     

Litir eru í raun hluti af rafsegulrófinu. Aðeins lítill hluti af því, litrófið er sýnilegt. Hver litur hefur sína bylgjulengd og mannlegt auga getur einungis greint bylgjulengdir frá um það bil 400 til 700 nanómetrar. Bylgjulengdin er í sjálfu sér ekki litur. Liturinn verður til í heilanum og auganu.

Í rafsegulrófinu eru einnig geimgeislar, gammageislar, röntgengeislar, útfjólubláir geislar, innrauðir geislar, örbylgjur og útvarpsbylgjur.

Ímyndið ykkur ef þið gætuð séð alla þessa geisla sem eru í loftinu!

Rafsegulrófið                                 

 

 
 
 
 

   

Litrófið, sýnilegt ljós.

Árið 1676 upptvötaði Isaac Newton að með því að senda ljósið í gegn um prisma, gagnsæjan þrístrending, gat hann sundurgreint hvítt sólarljósið í litrófið. 

 

Með því að varpa sundurgreindum geislanum á flöt framkallaði hann litina, það sama gerist þegar við sjáum regnboga. Úðinn í loftinu virkar eins og þrístrendingur og brýtur ljósið.
Ef geislunum er aftur varpað í gegnum safnlinsu kemur fram hvítt ljós á ný. Litirnir eru framkallaðir með bylgjubroti, ljósbroti og framkallast hvort sem ljósið er sólarsjós eða tilbúið ljós.  Þegar það er lítið ljós eru litirnir daufir, þegar ljósið er skært eru litirnir sterkir.
Með því að senda ljósgeislann í gegnum prisma, þrístrending, koma fram 6 hreinir og tærir litir, rauður, appelsínugulur,gulur, grænn, blár og fjólublár. Bylgjurnar beygja mismunandi mikið á á leiðinni í gegnum strendinginn.

Ef við vörpum þeim síðan öllum á á sama punkt fá áum við aftur hvítt ljós. Við leggjum ljósbylgjunar saman aftur.  Þetta gerist ekki þegar við blöndum efnislegum lit (olíulit eða vatnslit) saman,þá fáum við dökkan lit, dökkgráan eða næstum svartan. Þegar mismunandi litarefnum er blandað saman virka litarefnin eins og filter sem endurkastar færri og færri ljósbylgjum.

Í umhverfi okkar eru litirnir meira og minna blandaðir og dempaðir. Þeir koma mismunandi fram eftir árstíðum og tíma sólarhringsins.

Ef við einangrun einn lit úr litrófinu t.d. grænan og söfnum hinum litunum saman með safnlinsu fáum við rauðan sem er andstæður litur við grænan sem við tókum frá.  Ef við tökum gulan frá og gerum það sama fáum við fjólubláan. Hver litur litrófsins er andstæða við samanblandaða hina litina.
Við getum ekki séð og greint litina í blönduðum lit, ekki eins og í tónlist þar sem við getum heyrt einstaka tón þótt þeir séu spilaðir saman.